Spennandi úrslit framundan á Fjórðungsmóti

Jakob Svavar og Hálfmáni frá Steinsholti eru efstir eftir forkeppni …
Jakob Svavar og Hálfmáni frá Steinsholti eru efstir eftir forkeppni í Tölti T1 með einkunnina 8.50. Brynju Gná Heiðarsdóttir

Öðrum degi Fjórðungsmóts Vesturlands lauk í gær og liggja því fyrir niðurstöður úr forkeppni í hringvallargreinum.

Í dag verður yfirlitssýning kynbótahrossa, B-úrslit í tölti fyrir 17 ára og yngri. Hreimur Örn mun svo stýra brekkusöng áður en B-úrslit í tölti hefjast en að þeim loknum mun hann „trylla lýðinn“ í reiðhöllinni klukkan 22:00.

Forkeppni í A-flokki gæðinga fór svo að Mette Mannseth er efst á hestinum Kalsa frá Þúfum með einkunnina 8,672 aðeins 0,002 stigum fyrir ofan annað sætið, Jakob Svavar Sigurðsson á hestinum Glúm frá Dallandi. Úrslitin verða því óhjákvæmilega spennandi. 

Efstar inn í úrslit í tölti 17 ára og yngri eru þær Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Trygglind frá Grafarkoti. 

Í tölti fullorðinna var bæði keppt í T3 og T1. Bjarki Þór Gunnarsson á Sól frá Söðulsholti er efstur eftir forkeppni í töli T3 með einkunnina 7,0. Eftir glæsilega töltveislu meistara í tölt T1 stendur Jakob Svavar Sigurðsson efstur á hestinum Hálfmána frá Steinshlti með einkunnina 8,50.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert