Ljóst hvaða þjóðum Ísland getur mætt á EM

Ísland keppir á EM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í …
Ísland keppir á EM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í janúar á næsta ári. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Króatíska karlalandsliðið í handbolta, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, sigraði Lúxemborg 44:26 í lokaleik liðsins í undankeppni EM karla í handbolta í dag.

Króatía endaði með fullt hús stiga á toppi 5. riðils. Þýskaland sem Alfreð Gíslason þjálfar sigraði Austurríki 44:26 og vann sinn riðil með 10 stigum. Bæði lið voru búin að tryggja sér sæti á EM fyrir lokaumferðina ásamt fjórtán öðrum liðum.

Slóvenía, Ungverjaland, Ísland, Spánn, Króatía, Færeyjar, Þýskaland og Portúgal unnu sinn riðil og efstu tvö liðin í hverjum riðli fara áfram á EM.

Í öðru sæti í sínum riðlum voru Norður-Makedónía, Svartfjallaland, Georgía (með Íslandi í riðli), Serbía, Tékkland, Holland, Austurríki og Pólland. 

Ítalía, Sviss, Rúmenía og Úkraína eru liðin með flest stig í þriðja sæti í riðlum og faraeinnig á EM. 

Evrópumótið fer fram í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í janúar 2026 og þessar þrjár þjóðir þurftu því ekki að taka þátt í undankeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert