Enska blaðið Sunday Times fullyrðir í dag að Katarbúar hafi notað ólöglegar aðferðir til að skemma fyrir keppinautum sínum í baráttunni um að fá úthlutað gestgjafahlutverki heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu árið 2022. Meira »

Vonar að Mbappé slái metið sitt

24.7. Markahæsti leikmaður heimsmeistaramóts karla í fótbolta frá upphafi, Miroslav Klose, vonast til að Kylian Mbappé slái metið sitt einn daginn. Mbappé skoraði fjögur mörk fyrir Frakka sem urðu heimsmeistarar í Rússlandi fyrr í mánuðinum. Meira »

Þjálfari Nígeríu sést þiggja peninga

24.7. Aðstoðarþjálfari landsliðs Nígeríu í knattspyrnu, Salisu Yusuf, sést á myndskeiði, sem birt er á BBC í dag, þiggja fé frá mönnum sem þykjast vera umboðsmenn knattspyrnumanna. Meira »

Merkel virðir ákvörðun Özil

23.7. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist virða ákvörðun Mesut Özil um að hætta að spila knattspyrnu fyrir hönd Þýskalands. Özil greindi frá þessu í gær og ber rasisma í hans garð fyrir sig. Meira »

Afþakkaði silfurmedalíuna

20.7. Króatinn Nikola Kalinic var sendur heim af heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar eftir að hafa neitað að koma inn á í fyrsta leik liðsins gegn Nígeríu í síðasta mánuði en Króatía átti eftir að fara alla leið í úrslitaleikinn. Meira »

Braut odd af oflæti sínu og varð heimsmeistari

16.7. „Ég hef minni rétt á því að gera mistök en aðrir. Ég fór úr því að vera dýrasti leikmaður heims í að vera mest gagnrýndi leikmaður heims.“ Þetta sagði nýkrýndur heimsmeistari Paul Pogba eftir að stuðningsmenn franska landsliðsins höfðu gert hróp að honum meðan á vináttulandsleik Frakklands og Ítalíu stóð, skömmu fyrir upphafi heimsmeistaramótsins í Rússlandi. Meira »

Gott silfur gulli betra í Króatíu

16.7. Leikmenn Króatíu sneru aftur til heimalandsins við frábærar móttökur í dag eftir að hafa tapaði úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússlandi í gær, 4:2, gegn Frakklandi. Meira »

„Besta liðið vinnur ekki alltaf“

15.7. Luka Modric, miðjumaður króatíska landsliðsins í knattspyrnu og besti leikmaður heimsmeistaramótsins, sagðist í viðtali eftir úrslitaleikinn setja spurningarmerkið við ákvarðanir dómarans. Hann var þó meðvitaður um hversu stórt afrek það væri fyrir Króatíu að komast í úrslitaleikinn. Meira »

Þreyttu frumraun á HM og hættu í dag

17.7. Tvær þjóðir þreyttu frumraun sína á heimsmeistaramóti í Rússlandi í sumar, Ísland og Panama, og þjálfarar beggja liða tóku þá ákvörðun að hætta í starfi í dag. Meira »

Heimsmeistararnir hylltir í París

16.7. Leikmenn og þjálfarar franska landsliðsins í knattspyrnu voru hylltir á Champs-Élysées-breiðgötunni frægu í París í Frakklandi eftir að þeir sneru heim frá frægðarförinni í Rússlandi þar sem þeir voru krýndir heimsmeistarar eftir sigur á Króatíu í úrslitaleiknum í Moskvu. Meira »

Frakkar spiluðu ekki fótbolta

16.7. Króatíski varnarmaðurinn Dejan Lovren segir að Króatar hafi spilað mikið betri fótbolta en Frakkar er landslið þjóðanna mættust í úrslitaleik HM í fótbolta í Rússlandi í gær. Frakkar unnu leikinn 4:2 og eru heimsmeistarar. Meira »

Deschamps stoltur af unga liðinu sínu

15.7. „Við gerðum ekki allt rétt í dag en við höfðum þá andlegu og sálfræðilegu þætti sem þurfti til í þessari heimsmeistarakeppni. Við gerðum ekki mikið í fyrri hálfleik en vorum 2:1 yfir,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari heimsmeistara Frakklands sem lagði Króatíu að velli, 4:2, í úrslitaleik á Luzniki-vellinum í Moskvu. Meira »