Fyrsta rauða spjaldið

Shamsul Maidin, dómari frá Singapúr, sýnir Avery John, leikmanni Trinidad …
Shamsul Maidin, dómari frá Singapúr, sýnir Avery John, leikmanni Trinidad og Tobago, rauða spjaldið. Reuters

Það var Avery John, leikmaður Trinidad og Tobago, sem varð fyrir því óláni að verða fyrsti leikmaður heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi til að líta rauða spjaldið. John fékk sitt annað gula spjald eftir aðeins 30 sekúndna leik í síðari hálfleik fyrir brot á Christian Wilhelmsson, leikmanni Svíþjóðar. Svíar verða því einum leikmanni færri síðustu 45 mínútur leiksins, en staðan er enn 0:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert