Það var Avery John, leikmaður Trinidad og Tobago, sem varð fyrir því óláni að verða fyrsti leikmaður heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi til að líta rauða spjaldið. John fékk sitt annað gula spjald eftir aðeins 30 sekúndna leik í síðari hálfleik fyrir brot á Christian Wilhelmsson, leikmanni Svíþjóðar. Svíar verða því einum leikmanni færri síðustu 45 mínútur leiksins, en staðan er enn 0:0.