Úsbekinn Irmatov hefur heillað marga á HM

Ravshan Irmatov að störfum í leik Grikklands og Argentínu á …
Ravshan Irmatov að störfum í leik Grikklands og Argentínu á HM. Reuters

Hinn 32 ára gamli Ravshan Irmatov knattspyrnudómari frá Úsbekistan hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Suður-Afríku. Hann hefur heillað marga með afbrags dómgæslu en hann hefur dæmt fimm leiki í keppninni.

Hann dæmdi opnunarleikinn á milli Suður-Afríku og Mexíkó og varð þar með yngsti dómarinn í sögu sem dæmir opnunarleikinn en Irmatov er yngsti dómarinn sem dæmir á HM. Hann dæmdi viðureign Englendinga og Alsíringa, Grikkja og Argentínumanna, Þjóðverja og Argentínumanna og leik Hollendinga og Úrúgvæja í gær. Undantekningalaust hefur Úsbekinn fengið góða góða.

Irmatov hefur verið alþjóðlegur dómari frá árinu 2003. Hann var á meðal dómara í úrslitakeppni HM U20 ára liða í Kanada fyrir þremur árum og dæmdi úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða árið 2008 á milli Manchester United og Quito frá Ekvador.

Irmatov var valinn besti dómarinn í Asíu tvö ár í röð, 2008 og 2009, og er talinn einn allra besti dómari heims um þessar mundir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert