Brons til Þýskalands í fjórða sinn eftir 3:2 sigur á Úrúgvæ

Þjóðverjar fagna bronsinu eftir 3:2 sigur á Úrúgvæ nokkrum sekúndum …
Þjóðverjar fagna bronsinu eftir 3:2 sigur á Úrúgvæ nokkrum sekúndum eftir að aukaspyrna Diego Forlán small í slánni. Reuter.

Þjóðverjar hampa bronsi eftir 3:2 sigur á Úrúgvæ í leik um 3ja sætið á HM í Suður-Afríku en leikurinn fór fram á Port Elizabeth leikvanginum í Nelson Mandela Bay í Port Elizabeth í kvöld.

Thomas Müller kom Þjóðverjum yfir á 19. mínútu en Edinson Cavani jafnaði níu mínútum síðar og Diego Forlán kom Úrúgvæ yfir á 51. mínútu með glæsilegu marki.  Aðeins fimm mínútum síðar jafnaði Marcell Jansen með skallamarki en mark Sami Khedira fyrir Þjóðverja á 82. mínútu gerði út um leikinn.   Úrúgvæ reyndi að herða á sókninni og nokkrum sekúndum fyrir leikslok small hörkuskot Forlán úr aukaspyrnu í þverslá Þjóðverja en þar við sat.

Þjóðverjar ná því þriðja sætinu.  Þeir lögðu Ástrala, töpuðu fyirr Serbum og unnu síðan Gana í riðlunum en lögðu síðan England og Argetínu í milliriðlum.  Tap fyrir Spáni í undanúrslitum gaf þeim bara færi á bronsi. 

Úrúgvæ gerði jafntefli við Frakkland, vann Suður-Afríku 3:0 og Mexíkó 1:0 í riðlinum.  Sigur á Suður-Kóreu og Gana í milliriðlum kom næst en tap fyrir Hollandi stöðvaði för. 

Lið Úrúgvæ: Muslera - M. Pereira, Lugano, Godín, Fucile - Pérez, Arevalo Rios, Cáceres - Cavani, Forlán, Suárez.
Varamenn: Gargano, Victorino, Eguren, A.Pereira, Castillo, Abreu, González, Scotti, A.Fernández, S.Fernández, Silva, Lodeiro (meiddur).

Lið Þýskalands: Butt - Boateng, Friedrich, Mertesacker, Jansen - Khedira, Aogo, Özil, Schweinsteiger - Cacau, Müller.
Varamenn: Neuer, Tasci, Kiessling, Podolski, Klose, Badstuber, Trochowski, Kroos, Marin, Gómez, Wiese (meiddur), Lahm (meiddur).

Aukaspyrna Diego Forlan á leiðinni í slá Þjóðverja eftir aukaspyrnu …
Aukaspyrna Diego Forlan á leiðinni í slá Þjóðverja eftir aukaspyrnu en sekúndum síðar var leikurinn búinn. Reuter
Edinson Cavani fagnar marki sínu gegn Þjóðverjum.
Edinson Cavani fagnar marki sínu gegn Þjóðverjum. Reuters
Thomas Müller skorar mark Þjóðverja í leiknum um bronsið.
Thomas Müller skorar mark Þjóðverja í leiknum um bronsið. Reuters
Cacau kemur inní byrjunarliði Þjóðverja í dag.
Cacau kemur inní byrjunarliði Þjóðverja í dag. Reuters
Úrúgvæ 2:3 Þýskaland opna loka
90. mín. Diego Forlán (Úrúgvæ) á skot í þverslá Þrumuskot hans fór framhjá varnarveggnum og small í slá og yfir.
mbl.is

Bloggað um fréttina