Ronaldo haltraði af æfingu - HM í hættu?

Er HM í hættu hjá Cristiano Ronaldo?
Er HM í hættu hjá Cristiano Ronaldo? AFP

Cristiano Ronaldo, stórstjarna Portúgala, haltraði af æfingu liðsins í dag og var með kælipoka á hné sínu. Svo virðist sem meiðsli sem hafa verið að hrjá kappann gætu hafa tekið sig upp að nýju.

Ronaldo var rétt rúman stundarfjórðung með á æfingunni áður en hann haltraði af velli og fékk meðferð hjá sjúkraþjálfara.

Nú er stóra spurningin hvort hann verði tilbúinn fyrir leik Portúgals og Þýskalands á mánudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina