Luis Suárez er hættur

Luis Suárez segir sínum mönnum til í leiknum við Sviss ...
Luis Suárez segir sínum mönnum til í leiknum við Sviss í kvöld. AFP

Luis Suárez, landsliðsþjálfari Hondúras í knattspyrnu, tilkynnti eftir ósigurinn gegn Svisslendingum, 0:3, í lokakeppni heimsmeistaramótsins í Brasilíu í kvöld að hann væri hættur störfum hjá liðinu.

Luis Fernando Suárez, eins og hann heitir fullu nafni, er 54 ára gamall Kólumbíumaður og hefur stýrt liði Hondúra undanfarin þrjú ár en hann var áður landsliðsþjálfari Ekvador á árunum 2004 til 2007.

Hondúras tapaði öllum þremur leikjum sínum á HM, 0:3 gegn Frakklandi, 1:2 gegn Ekvador og 0:3 gegn Sviss í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina