Botninum hefur verið náð

David Luiz niðurbrotinn á leikvellinum í gærkvöldi eftir stórtapið fyrir ...
David Luiz niðurbrotinn á leikvellinum í gærkvöldi eftir stórtapið fyrir Þjóðverjum í undanúrslitum HM í knattspyrnu. AFP

Alan Hansen, fyrrverandi leikmaður Liverpool og nú pistlahöfundur enska dagblaðsins Telegraph, segir að frammistaða Brasilíumannsins David Luiz í leiknum við Þjóðverja á HM í gær sé sú versta sem hann hafi séð á þeirri hálfu öld sem hann hafi fylgst með knattspyrnu. 

Hansen segir að leikur Luiz, sem er einhver dýrasti knattspyrnumaður heims, hafi endurspeglað leik brasilíska landsliðsins í leiknum. Landsliðið sé það allra lélegasta sem Brasilíumenn hafi átt. „Brasilíska landsliðið á HM 1970 er það besta sem ég hef séð en liðið nú það allra lélegasta. Botninum hefur verið náð,“ segir Hansen. 

mbl.is