Íslendingar „mjög bjartsýnir“

Frá blaðamannafundinum í Santa Clara, Kaliforníu í gær.
Frá blaðamannafundinum í Santa Clara, Kaliforníu í gær.

Þeir Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í gær vegna leik Íslands og Mexíkó sem fram fer klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Meðal þess sem þeir voru spurðir út í voru himinháar væntingar Íslendinga í þeirra garð.

„Það hlýtur að vera erfitt að ganga um götur Reykjavíkur þessa dagana,“ spurði einn bandarísku blaðamannanna á svæðinu. „Hvernig haldið þið þessum væntingum í skefjum á sama tíma og þið reynið að gera eitthvað magnað í Rússlandi?“

„Ég held að það sé okkar einkenni að vera auðmjúkir,“ svaraði Aron Einar. Sagði hann vinnusömustu menn liðsins hverju sinni vera stærstu stjörnurnar og að enginn væri yfir það hafinn að leggja sitt af mörkum á vellinum fyrir land og þjóð. „Það einkennir liðsandann hjá okkur. Og tengslin milli liðsins og aðdáendanna eru engu lík.“

Heimir tók undir. „Íslendingar eru yfirleitt mjög bjartsýnir svo það kemur þeim ekkert á óvart að við höfum komist á heimsmeistaramótið, en þeir eru líka raunsæir svo ef við töpum leik eru þeir bjartsýnir fyrir næsta leik á eftir.“

Frá æfingu landsliðsins í gær
Frá æfingu landsliðsins í gær mbl.is/Ingibjörg Friðriksdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert