Flestir Dananna koma frá Englandi

Christian Eriksen, miðjumaður Tottenham, er lykilmaður í danska landsliðinu.
Christian Eriksen, miðjumaður Tottenham, er lykilmaður í danska landsliðinu. AFP

Norðmaðurinn Åge Hareide, landsliðsþjálfari Dana í knattspyrnu, tilkynnti í dag 35 manna hóp fyrir heimsmeistarakeppni karla sem fram fer í Rússlandi í sumar. Flestir leikmannanna, tíu talsins, spila með enskum liðum.

Hareide þarf að fækka í hópnum niður í 23 í síðasta lagi 4. júní. Danir eru í C-riðli ásamt Frakklandi, Ástralíu og Perú og því einn af mögulegum andstæðingum íslenska liðsins, komist það í sextán liða úrslit keppninnar.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Kasper Schmeichel, Leicester

Jonas Lössl, Huddersfield
Frederik Rønnow, Brøndby
Jesper Hansen, Midtjylland

Varnarmenn:
Simon Kjær, Sevilla
Andreas Christensen, Chelsea
Mathias Zanka Jørgensen, Huddersfield
Jannik Vestergaard, Mönchengladbach
Andreas Bjelland, Brentford
Henrik Dalsgaard, Brentford
Peter Ankersen, FC København
Jens Stryger, Udinese
Riza Durmisi, Real Betis
Jonas Knudsen, Ipswich
Nicolai Boilesen, FC København

Miðjumenn:
William Kvist, FC København
Thomas Delaney, Werder Bremen
Lukas Lerager, Bordeaux
Lasse Schöne, Ajax
Mike Jensen, Rosenborg
Christian Eriksen, Tottenham
Daniel Wass, Celta Vigo
Pierre-Emile Højbjerg, Southampton
Mathias Jensen, Nordsjælland
Michael Krohn-Dehli, Deportivo La Coruna

Sóknarmenn:
Robert Skov, FC København
Pione Sisto, Celta Vigo
Martin Braithwaite, Bordeaux
Andreas Cornelius, Atalanta
Viktor Fischer, FC København
Yussuf Poulsen, RB Leipzig
Nicolai Jørgensen, Feyenoord
Nicklas Bendtner, Rosenborg
Kasper Dolberg, Ajax
Kenneth Zohore, Cardiff

mbl.is

Bloggað um fréttina