Emre Can ekki í HM-hóp Þjóðverja

Manuel Neuer er í leikmannahópnum.
Manuel Neuer er í leikmannahópnum. AFP

Emre Can, miðjumaður Liverpool, verður ekki með þýska landsliðinu á HM í fótbolta í Rússlandi. Can var ekki valinn í 27 manna hóp sem Joachim Löw tilkynnti í dag.

Can hefur ekki leikið með Liverpool síðan í 5:0-sigrinum á Watford í síðasta mánuði vegna bakmeiðsla. Manuel Neuer er hins vegar í hópnum, þrátt fyrir að hafa ekki spilað síðan í september.

Alls eru fjórir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni í hópnum. Mesut Özil, Leroy Sané, Ilkay Gundogan og Antonio Rüdiger. Hér að neðan má sjá hópinn í heild sinni. Til­kynna þarf end­an­leg­an 23 manna hóp í síðasta lagi 4. júní og á því eftir að skera fjóra leikmenn úr honum. 

Markmenn: Bernd Leno (Bayer Leverkusen), Manuel Neuer (Bayern München), Marc-Andre ter Stegen (Barcelona), Kevin Trapp (Paris Saint-Germain)

Varnarmenn: Jerome Boateng (Bayern München), Matthias Ginter (Borussia Monchengladbach), Jonas Hector (Köln), Mats Hummels (Bayern München), Joshua Kimmich (Bayern München), Marvin Plattenhardt (Hertha Berlin), Antonio Rudiger (Chelsea), Niklas Sule (Bayern München), Jonathan Tah (Bayer Leverkusen)

Miðjumenn: Julian Brandt (Bayer Leverkusen), Julian Draxler (Paris Saint-Germain), Leon Goretzka (Schalke 04), Ilkay Gundogan (Manchester City), Sami Khedira (Juventus), Toni Kroos (Real Madrid), Mesut Ozil (Arsenal), Marco Reus (Borussia Dortmund), Sebastian Rudy (Bayern München), Leroy Sane (Manchester City)

Framherjar: Mario Gomez (VfB Stuttgart), Thomas Muller (Bayern München), Nils Petersen (SC Freiburg), Timo Werner (RB Leipzig)

mbl.is