Rúrik gerir sig kláran með Anelka

Rúrik Gíslason
Rúrik Gíslason AFP

Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason ætlar sér að vera í toppstandi á HM í Rússlandi. Rúrik er staddur í Dúbaí þar sem æfir hjá þjálfaranum Meddy. Meddy er þekktur innan íþróttaheimsins og margir af fremsti íþróttamönnum heims æfa hjá honum.

Rúrik var ekki sá eini sem æfði undir handleiðslu Meddy því Nicolas Anelka, fyrrverandi framherji stórliða á borð við Arsenal, Chelsea og Real Madrid var með honum. Rúrik deildi mynd á Instagram-síðu sinni í dag þar sem hann þakkar þeim Meddy og Anelka fyrir æfingu. 

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BjAFwB2AaZt/" target="_blank">Really enjoyed my week of training in Dubai. Thanks for pushing me to the limit @coachmeddydubai and thanks for a good session @nicoanelka39</a>

A post shared by <a href="https://www.instagram.com/rurikgislason/" target="_blank"> Rurik Gislason</a> (@rurikgislason) on May 20, 2018 at 6:45am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert