Endurhæfing Gylfa í Orlando – myndband

Gylfi Þór Sigurðsson er allur að koma til.
Gylfi Þór Sigurðsson er allur að koma til. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson vinnur nú hörðum höndum að því að vera í sem bestu standi á HM í fótbolta í Rússlandi í næsta mánuði. Gylfi meiddist illa í leik með Everton í mars og óttast var á tímabili að hann yrði ekki klár fyrir heimsmeistaramótið.

Gylfi var hins vegar valinn í 23 manna hóp Íslands á HM og eru góðar líkur á að hann verði klár í fyrsta leik á móti Argentínu 16. júní í Moskvu. Gylfi birti myndband á Instagram-síðu sinni í kvöld, þar sem hægt er að sjá hann æfa í Orlando í Bandaríkjunum. 

Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega myndband.

Good week in Orlando working my way back to full fitness.

A post shared by Gylfi Sigurdsson (@gylfisig23) on May 25, 2018 at 10:19am PDT

mbl.is