Ísrael fékk rauða spjaldið - „Takk Messi“

Jibril Rajoub, forseti knattspyrnusambands Palestínu, ræddi við fréttamenn í morgun.
Jibril Rajoub, forseti knattspyrnusambands Palestínu, ræddi við fréttamenn í morgun. AFP

Jibril Rajoub, forseti knattspyrnusambands Palestínu, sagði í morgun að ákvörðun Argentínu um að aflýsa fyrirhuguðum vináttulandsleik gegn Ísrael í Jerúsalem jafngilti því að Ísrael væri sýnt rauða spjaldið.

„Með þessu fær Ísrael að líta rauða spjaldið frá öllum,“ sagði Rajoub við fréttamenn í morgun. Við hlið hans var blað þar sem stóð: „Takk Messi, frá Palestínu“.

Rajoub bætti því við að Palestínumenn hafi verið mótfallnir leiknum vegna þess að hann átti að fara fram í Jerúsalem.

Vegna þess að leik Argentínu gegn Ísrael hefur verið aflýst …
Vegna þess að leik Argentínu gegn Ísrael hefur verið aflýst leikur Argentína ekki fleiri leiki áður en það mætir Íslandi á HM 16. júní. AFP

„Ef leikurinn hefði verið spilaðu í Haifa, eins og upprunalega var gert ráð fyrir, hefðum við ekki sagt neitt,“ sagði Rajoub.

Hann hafði áður hvatt fólk til að brenna mynd­ir af Li­o­nel Messi og treyj­ur með nafni hans ef Messi léki gegn Ísrael í Jerúsalem. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert