Krefjast þess að Argentínu verði sparkað úr HM

Lionel Messi og samherjar hans í argentínska landsliðinu á æfingu …
Lionel Messi og samherjar hans í argentínska landsliðinu á æfingu í morgun. AFP

Ísraelsmenn eru afar reiðir út í þá ákvörðun argentínska knattspyrnusambandsins að hætta við vináttuleikinn við Ísrael sem fram átti að fara í Jerúsalem á laugardaginn.

Upphaflega stóð til að spila leikinn í borginni Haifa en hann síðan færður til Jerúsalem og það fór illa í Palestínumenn. Sam­tök ar­ab­a­ríkja höfðu hvatt Arg­entínu til þess að hætta við leik­inn en ótt­ast var um bæði ör­yggi leik­manna og stuðnings­manna liðsins vegna hugs­an­legra hryðjuverkaárása.

Ísraelska knattspyrnusambandið krefst nú þess að Argentínumönnum verði meinuð þátttaka á HM en fyrsti leikur Argentínumanna er gegn Íslendingum í Moskvu þann 16. júní. Sendinefnd frá ísraelska knattspyrnusambandinu er á leið til Zürich þar sem þeir ætla að hitta menn frá Alþjóða knattspyrnusambandinu og krafan frá Ísrael er að Argentínu verði sparkað út úr HM þar sem knattspyrnusamband Argentínu ætli ekki að standa við samninginn um að spila vináttuleikinn.

Argentínska landsliðið er við æfingar nálægt Barcelona og æfði þar í rigningunni í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert