Mjög ungt lið hjá Gana gegn Íslandi

Thomas Partey er leikjahæsti leikmaður Gana í kvöld með 15 …
Thomas Partey er leikjahæsti leikmaður Gana í kvöld með 15 landsleiki. AFP

Kwesi Appiah, landsliðsþjálfari Gana í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Íslandi í vináttuleik á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 20. Appiah stillir upp ungu og óreyndu liði í kvöld en Thomas Partey, fyrirliði liðsins, er leikjahæsti leikmaðurinn með 15 landsleiki á bakinu.

Átta leikmenn í byrjunarliði Gana í kvöld eru með 0-3 landsleiki á bakinu og sjö af þeim leikmönnum sem byrja eru á aldrinum 20-22 ára. Gana vann hins vegar Japan í vináttuleik 30. maí síðastliðinn á Nissan-vellinum í Yokohama, 2:0, en sjö leikmenn sem byrjuðu gegn Japan, eru í byrjunarliðinu gegn Íslandi í kvöld.

Japan verður með á lokamóti HM í Rússlandi sem hefst í næstu viku líkt og Ísland en Gana er ekki með í fyrsta sinn frá árinu 2002.

mbl.is