Rændir meðan á leik stóð

Byrjunarlið Panama í leiknum gegn Norðmönnum í gær.
Byrjunarlið Panama í leiknum gegn Norðmönnum í gær. AFP

Á meðan leikmenn Panama öttu kappi við Norðmenn í vináttuleik í knattspyrnu í Ósló í gær létu þjófar greipar sópa á hótelherbergjum leikmanna Panama.

Lögreglan í Ósló staðfestir þetta í samtali við fréttaveituna AFP en lögreglan segir að andvirði þýfisins sé um 53 þúsund evrur sem er jafnvirði um 6,5 milljóna íslenskra króna. Þjófarnir brutust inn á herbergi þriggja leikmanna Panama en Panama tapaði 1:0 fyrir Norðmönnum á Ullevaal.

Panama er á leið á HM í Rússlandi en liðið leikur í G-riðli ásamt Englandi, Belgíu og Túnis.

mbl.is