Eins og að koma heim

Hólmar Örn Eyjólfsson, Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason á æfongu ...
Hólmar Örn Eyjólfsson, Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason á æfongu í smábænum Kabardinka við Svartahaf. mblis/Skapti Hallgrímsson

„Fyrir okkur er heimsmeistaramótið svona eins og koma heim,“ segir framherjinn Ragnar Sigurðsson í viðtali við frönsku fréttaveituna AFP en Ragnar spilar með rússneska liðinu Rostov og er það samherji Björns Bergmanns Sigurðarsonar og Sverrir Inga Ingasonar. Allir eru þeir í landsliðshópnum sem er mættur á HM til Rússlands.

Ísland mætir Króatíu í síðasta leik sínum í riðlakeppninni í Rostov þar sem Björn Bergmann, Ragnar og Sverrir Ingi kunna vel við sig.

„Þetta verður fyrir okkur eins og hafa forskot fyrir Króatíu leikinn. Við þekkjum borgina og völlinn vel. Frá því að Ísland komst á HM þá hefur fólk komið til okkar í Rostov og sagt við okkur að ætli að sjálfsögðu að styðja okkur,“ segir Ragnar sem gekk í raðir Rostov í janúar eftir að hafa spilað með rússnesku liðunum Krasnodar og Rubin Kazan.

„Það hjálpar örugglega mikið að við erum þrír saman. Við þekkjum hvorn annan mjög vel. Það er auðveldara heldur en að vera einn,“ segir Ragnar, sem að óbreyttu spilar sinn 78. landsleik þegar Ísland og Argentína eigast við í Moskvu á laugardaginn.

mbl.is