Lukaku í stuði í lokaleiknum

Romelu Lukaku og Dries Mertens fagna einu markanna í kvöld.
Romelu Lukaku og Dries Mertens fagna einu markanna í kvöld. AFP

Belgía og Kostaríka luku undirbúningi sínum fyrir heimsmeistaramót karla í knattspyrnu í Rússlandi með vináttulandsleik í Brussel í kvöld þar sem Belgar unnu öruggan sigur, 4:1.

Bryan Ruiz kom Kostaríka yfir á 24. mínútu. Dries Mertens jafnaði sjö mínútum síðar eftir sendingu frá EdenHazarad og Mertens lagði upp mark fyrir Romelu Lukaku á 42. mínútu, 2:1.

Lukaku var aftur á ferð á 50. mínútu, 3:1, og hann lagði svo upp fjórða markið fyrir Michy Batshuayi á 64. mínútu.

Belgar mæta Panama í fyrsta leik sínum á HM mánudaginn 18. júní og eru einnig í riðli með Englandi og Túnis.

Kostaríka mætir Serbíu í fyrsta leik sínum á HM á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, og er einnig í riðli með Brasilíu og Sviss.

mbl.is