Senegal endaði á sigurleik

Salif Sane og samherjar í liði Senegal unnu lokaleikinn fyrir ...
Salif Sane og samherjar í liði Senegal unnu lokaleikinn fyrir HM. AFP

Senegal lagði Suður-Kóreu að velli í dag, 2:0, í vináttulandsleik sem fram fór í Grödig í Austurríki en þetta var lokaleikur beggja fyrir heimsmeistaramót karla í knattspyrnu í Rússlandi.

Suður-Kóreubúar skoruðu sjálfsmark um miðjan síðari hálfleik og Moussa Konaté innsiglaði sigur Senegala úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Senegal mætir Póllandi í fyrsta leik sínum á HM þriðjudaginn 19. júní en er einnig með Póllandi og Kólumbíu í riðli.

Suður-Kórea mætir Svíþjóð í sínum fyrsta leik mánudaginn 18. júní og er einnig í riðli með Mexíkó og Þýskalandi.

mbl.is