Eiga að halda flagginu niðri

Aðstoðardómurum sem dæma á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi hefur …
Aðstoðardómurum sem dæma á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi hefur verið sagt að flagga ekki rangstöðu séu þeir ekki alveg vissir í sinni sök. AFP

Aðstoðardómurum sem dæma á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi hefur verið sagt að flagga ekki rangstöðu séu þeir ekki alveg vissir í sinni sök. Þess í stað eiga þeir að bíða eftir úrskurði myndbandsdómara.

HM í Rússlandi verður fyrsta heimsmeistarakeppnin þar sem notast verður við myndbandsdómarakerfi (VAR). „Ef þú sérð aðstoðardómara sem er ekki að lyfta flagginu er það ekki merki um að hann sé að gera mistök. Það er vegna þess að hann er að fara eftir fyrirmælum um að halda flagginu niðri.“ Þetta sagði Perlugi Collina sem er af mörgum talinn einn besti dómari allra tíma. 

Þessum áherslubreytingum er ætlað að koma í veg fyrir að aðstoðardómararnir trufli góð marktækifæri með því að flagga rangstöðu án þess að vera 100% vissir.

Collina bætti við: „Ef aðstoðardómararnir halda flagginu niðri og leyfa sókninni að halda áfram sem endar mögulega með marki er alltaf möguleiki á að skoða markið aftur og skera úr um lögmæti þess með tækninni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert