32 blaðamenn koma að HM-blaðinu

Ísland mætir Argentínu á fyrsta leik sínum á HM 16. …
Ísland mætir Argentínu á fyrsta leik sínum á HM 16. júní í Moskvu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla hefst í Rússlandi á morgun. Heimamenn í rússneska landsliðinu taka á móti Sádi Aröbum í upphafsleik mótsins á Luzhniki vellinum í Moskvu. Ísland er með á mótinu í fyrsta sinn og er fyrsti leikur liðsins gegn Argentínu 16. júní á Spartak vellinum í Moskvu en leikurinn hefst klukkan 13 að íslenskum tíma.

Ísland leikur í D-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Riðillinn er gríðarlega sterkur en strákarnir hafa sýnt það, undanfarin ár að þeir geta unnið hvaða lið sem er þegar þeir eru á deginum sínum. Ísland mætir Nígeríu í 22. júní í Volgograd í öðrum leik sínum og síðasti leikur riðlakeppninnar fer svo fram í Rostov þegar íslenska liðið mætir Króatíu 26. júní.

Í dag gaf Morgunblaðið út 32 síðna HM-blað þar sem mikinn fróðleik er að finna. Í blaðinu má finna ítarlega umfjöllun um allar þátttökuþjóðirnar 32 sem taka þátt í mótinu í ár. Einnig er að finna lista yfir leikjadagskrá mótsins. HM-blaðið er unnið í samstarfi við breska miðilinn Guardian og blaðamenn frá öllum 32 þátttökuþjóðunum. Blaðið er er því mjög veigamikið en mótið stendur yfir dagana 14. júní til 15. júlí.

Hægt er að nálgast HM-blað Morgunblaðsins með blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert