„Alfreð gat gert mig alveg vitlausa“

Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins og Augsburg í Þýskalandi.
Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins og Augsburg í Þýskalandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslenska karlandsliðið í knattspyrnu hefur fangað augu heimsbyggðarinnar með afrekum sínum innan vallar, undanfarin ár. Liðið tekur þátt á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í fyrsta sinn en mótið hefst á morgun þegar Rússar taka á móti Sádi-Arabíu. Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt íslenska liðinu mikla athygli enda er er Ísland fámennasta þjóð sögunnar til þess að tryggja sér sæti á lokamótinu.

Þýski sjónvarpsmaðurinn Steffen Focke gerði sér ferð til Íslands á dögunum til þess að fjalla um íslenskan fótboltan og hver ástæðan væri fyrir árangri íslenska landsliðsins. Hann spjallaði við Alfreð Finnbogason sem hann þekkir vel en Alfreð spilar með Augsburg í þýsku 1. deildinni. 

Þá ræddi hann einnig við móður Alfreðs, Sesselju Pétursdóttur. „Alfreð gat gert mig alveg vitlausa,“ sagði Sesselja  í samtali við Focke. Hann gafst aldrei upp, aldrei. Þegar að ég horfi til baka þá skil ég betur hvernig honum hefur tekist að afreka það sem hann hefur afrekað. Hann gefst aldrei upp og hann vill alltaf vera bestur í því sem hann tekur sér fyrir hendur, sama hvað það er.“

„Það hvarflaði ekki að mér að landsliðið gæti náð svona langt. Í undankeppninni þá vonaðist maður til þess að þeir myndi fara alla leið en innst inni hafði maður ekki alltaf trú á því. Þegar að þeir tryggði sér sæti á lokamótinu þá fór ég að hágráta," sagði Sesselja að lokum.

Umfjöllun Focke um Ísland og íslenska knattspyrnu má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is