Brassar skjóta niður dróna

Brasilía vill koma í veg fyrir að drónar taki myndir ...
Brasilía vill koma í veg fyrir að drónar taki myndir af æfingum þeirra. AFP

Það er að mörgu að huga þegar kemur að undirbúningi fyrir stórmót eins og HM í Rússlandi. Brasilíska knattspyrnusambandið hefur gengið lengra en flestir aðrir og ráðið þrjá einstaklinga í fulla vinnu við að skjóta niður dróna, eða flygildi, sem fljúga yfir æfingasvæði brasilíska landsliðsins. Með þessu vilja þeir takmarka þær upplýsingar sem andstæðingar Brasilíu hafa úr að moða. 

Til þess að ná drónunum niður notast þeir við rafbyssur sem senda bylgjur og koma í veg fyrir að fjarstýring drónanna virki. Hugsast getur að vígbúnaðarkapphlaup sé hafið í háloftunum fyrir ofan æfingasvæðin.

mbl.is