Hierro stýrir Spánverjum á HM

Fernando Hierro mun stýra Spánverjum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.
Fernando Hierro mun stýra Spánverjum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. AFP

Fernando Hierro mun stýra spænska landsliðinu í knattspyrnu á HM í Rússlandi sem hefst á morgun. Hierro tekur við liðinu af Julen Lopetegui sem var rekinn í morgun. Lopetegui tilkynnti það í gær að hann tæki við Real Madrid þegar heimsmeistaramótinu lyki en það fór ekki vel í forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins.

Hierro hefur starfað sem yfirmaður íþróttamála hjá spænska knattspyrnusambandinu að undanförnu en hann stýrði síðast Oviedo, tímabilið 2016-2017. Hann var fyrirliði spænska landsliðsins á sínum tíma og á að baki 89 landsleiki fyrir Spán þar sem hann skoraði 29 mörk. Hann verður kynntur sem nýr þjálfari liðsins á Krasnodar-vellinum síðar í dag.

Spánverjar hefja leik á heimsmeistaramótinu á föstudaginn þegar liðið mætir Portúgal í Sochi en liðin leika í B-riðli keppninnar, ásamt Marokkó og Íran.

mbl.is
L M Stig
1 Rússland 2 8 6
2 Úrúgvæ 2 2 6
3 Egyptaland 2 1 0
4 Sádi-Arabía 2 0 0
L M Stig
1 Spánn 2 4 4
2 Portúgal 2 4 4
3 Íran 2 1 3
4 Marokkó 2 0 0
L M Stig
1 Frakkland 2 3 6
2 Danmörk 2 2 4
3 Ástralía 2 2 1
4 Perú 2 0 0
L M Stig
1 Króatía 2 5 6
2 Nígeria 2 2 3
3 Ísland 2 1 1
4 Argentína 2 1 1
L M Stig
1 Brasilía 2 3 4
2 Sviss 2 3 4
3 Serbía 2 2 3
4 Kostaríka 2 0 0
L M Stig
1 Mexíkó 2 3 6
2 Svíþjóð 1 1 3
3 Þýskaland 1 0 0
4 Suður-Kórea 2 1 0
L M Stig
1 Belgía 2 8 6
2 England 1 2 3
3 Panama 1 0 0
4 Túnis 2 3 0
L M Stig
1 Japan 1 2 3
2 Senegal 1 2 3
3 Pólland 1 1 0
4 Kólumbía 1 1 0
Sjá alla riðla