Ísland gerði frábæra hluti á EM

Lionel Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar.
Lionel Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar. AFP

Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins í knattspyrnu telur að fyrsti leikur liðsins gegn Íslandi á heimsmeistaramótinu í Rússlandi verði ekki auðveldur. Messi á von á erfiðum leik og hann er meðvitaður um gæði íslenska landsliðsins.

„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að byrja mótið vel. Ísland gerði frábæra hluti á Evrópumeistaramótinu og þetta verður alls ekki auðveldur leikur. Þetta eru samt sem áður leikirnir sem við verðum að vinna. Ef ekki þá flækir það málin fyrir restina af riðlakeppninni,“ sagði Messi í samtali við argentínska fjölmiðla í vikunni.

Argentína mætir Íslandi í Moskvu 16. júní næstkomandi. Annar leikur liðsins á HM verður svo gegn Króatíu 21. júní í Nizhny Novgorod og lokaleikur liðsins í riðlakeppninni verður gegn Nígeríu í Pétursborg 26. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert