KSÍ studdi Norður-Ameríkuþjóðirnar

Klarta Bjartmarz, Guðni Bergsson og Guðrún Inga Sívertsen á FIFA-þingi ...
Klarta Bjartmarz, Guðni Bergsson og Guðrún Inga Sívertsen á FIFA-þingi í Moskvu. Ljósmynd/twitter-síða Guðna Bergssonar

Knattspyrnusamband Ísland ákvað að greiða sameinaðri umsókn Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada atkvæði sitt til þess að halda HM árið 2026 en kosning um keppnishaldið fór fram á þingi Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í Moskvu í dag.

„Umsóknin fékk mjög góða umsögn frá FIFA og keppnin hefur, að áliti KSÍ, alla burði til þess að verða árangursrík á öllum þeim mælikvörðum sem stuðst var við í umsóknarferlinu,“ segir í frétt á vef KSÍ en Guðni Bergs­son, formaður KSÍ, Guðrún Inga Sívertsen, vara­formaður KSÍ, og Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóri KSÍ, sátu þingið fyr­ir hönd Íslands.

mbl.is