Myndbandsdómararnir í stuttbuxum

Pierluigi Collina segir að myndbandsdómarar muni klæðast formlegum knattspyrnudómaraklæðnaði
Pierluigi Collina segir að myndbandsdómarar muni klæðast formlegum knattspyrnudómaraklæðnaði AFP

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur tilkynnt að myndbandsdómararnir verði í dómaraklæðnaði frá toppi til táar þrátt fyrir að vera ekki á vellinum.

Myndbandsdómgæslan (VAR) mun fara fram inni í stjórnherbergi í Moskvu. Til þess að koma í veg fyrir vandamál tengd hita og svita hefur FIFA skipað dómurunum að mæta ekki í jakkafötum heldur í dómaraklæðnaði.

„Myndbandsdómararnir verða svitnandi af stressi fyrir framan sjónvarpið og í þeim aðstæðum er ekki hægt að vera eins og skrifstofumaður í jakka og bindi. Þeir eru að gera eitthvað sem er mjög stressandi og þess vegna viljum við að þeir fylgi þessum reglum,“ sagði Pierluigi Collina, formaður dómaranefndar FIFA. 

mbl.is