Aron ræddi ekki við fjölmiðla

Vonir standa til þess að Aron Einar Gunnarsson geti spilað …
Vonir standa til þess að Aron Einar Gunnarsson geti spilað gegn Argentínu á laugardaginn. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu æfði í Kabardinka í dag í síðasta sinn fyrir ferðina til Moskvu þar sem það mætir Argentínu á laugardaginn kl. 13 að íslenskum tíma.

Landsliðshópurinn heldur til Moskvu með flugi síðdegis en í hádeginu að staðartíma ræddu sjö af leikmönnum liðsins við fjölmiðlamenn, íslenska og erlenda, sem staddir eru í Kabardinka.

Samkvæmt opinberri fjölmiðladagskrá áttu leikmenn 16-23 að vera til viðtals í dag en þar á meðal er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Mikil óvissa hefur verið um ástand Arons sem meiddist í lok apríl, en þjálfarar landsliðsins hafa sagt að hann verði klár í slaginn gegn Argentínu.

Rétt fyrir fjölmiðlaviðburðinn í dag tilkynnti fjölmiðlafulltrúi KSÍ að Aron Einar yrði ekki til viðtals. Hann stæði hvort sem er fyrir svörum á fréttamannafundi landsliðsins á morgun ásamt Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara.

Viðtöl við þá leikmenn sem voru til viðtals í dag eru komin eða væntanleg inn á mbl.is og í Morgunblaðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert