HM-stemning í miðborg Moskvu - myndir

Mexíkóar og Brasilíumenn sameinast um að halda uppi stuðinu í …
Mexíkóar og Brasilíumenn sameinast um að halda uppi stuðinu í miðborg Moskvu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnuáhugafólk frá Suður- og Mið-Ameríku setur heldur betur svip sinn á miðborg Moskvu þessa stundina en þar kemur nú saman fólk alls staðar að vegna heimsmeistaramóts karla sem hefst í dag með leik Rússlands og Sádi-Arabíu.

Mbl.is er í miðborginni og Eggert Jóhannesson ljósmyndari fangaði stemninguna þar sem Mexíkóar voru mjög áberandi, sungu og trölluðu, en einnig fótboltaáhugafólk frá Argentínu, Perú og Brasilíu. Þarna mátti líka sjá Frakka, Rússa, Íslendinga og fólk af fleiri þjóðernum þegar að var gáð.

Litríkir Kólumbíumenn.
Litríkir Kólumbíumenn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Argentínumenn sem bíða spenntir eftir því að mæta Íslandi.
Argentínumenn sem bíða spenntir eftir því að mæta Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þessar tvær eru komnar frá Argentínu til Moskvu. Talsverð vegalengd …
Þessar tvær eru komnar frá Argentínu til Moskvu. Talsverð vegalengd þar á milli. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þessi kólumbíska stúlka var í góðum gír á Rauða torginu.
Þessi kólumbíska stúlka var í góðum gír á Rauða torginu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Það er mikið líf á Rauða torginu í nágrenni Kremlarmúra …
Það er mikið líf á Rauða torginu í nágrenni Kremlarmúra í Moskvu. Stuðningsfólk víða að úr heiminum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fyrstu fulltrúar Íslands á Rauða torginu í dag, Elsa, Valur, …
Fyrstu fulltrúar Íslands á Rauða torginu í dag, Elsa, Valur, Sævar og Sigríður. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Það fjölgaði stöðugt í hópnum á meðan mbl.is var á …
Það fjölgaði stöðugt í hópnum á meðan mbl.is var á svæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Vel merktur Frakki.
Vel merktur Frakki. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Franskir stuðningsmenn og sumir þeirra voru meira að segja merktir …
Franskir stuðningsmenn og sumir þeirra voru meira að segja merktir Zidane á bakinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Áfram Kólumbía!
Áfram Kólumbía! mbl.is/Eggert Jóhannesson
Á klukkunni í bakgrunni hefur verið talið niður að byrjun …
Á klukkunni í bakgrunni hefur verið talið niður að byrjun HM undanfarna 100 daga og nú er þetta að byrja klukkan 15 í dag að íslenskum tíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Mexíkóar mæta Þjóðverjum í Moskvu á sunnudaginn og bíða spenntir.
Mexíkóar mæta Þjóðverjum í Moskvu á sunnudaginn og bíða spenntir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert