Klopp og meginþorri Þjóðverja styðja Ísland

Jürgen Klopp er hrifinn af Íslandi.
Jürgen Klopp er hrifinn af Íslandi. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er mikill aðdáandi íslenska landsliðsins sem hefur leik á HM í Rússlandi með leik á móti Argentínu á laugardaginn. 

„Ég fór á skíði á Íslandi síðasta sumar og það er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Það búa 300.000 manns þarna, það er ótrúlegt. Ísland sannar að þú þarft ekki margt fólk til að ná árangri, heldur rétta fólkið,“ sagði Klopp í samtali við AFP. 

Klopp er alls ekki eini Þjóðverjinn sem styður íslenska liðið á mótinu. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í landinu á dögunum halda 76,8% Þjóðverja með Íslandi, svo lengi sem það mætir ekki Þýskalandi. 

„Ef hvorki Þýskaland né England vinnur má Ísland vinna, það yrði mesta afrek í sögu íþrótta að mínu mati,“ sagði Klopp að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert