Lítil stemning fyrir upphafsleiknum

Fall er fararheill.
Fall er fararheill. mbl.is/Árni Sæberg

Ein­stök stemn­ing myndaðist þegar leik­ir Íslands á EM fyr­ir tveim­ur árum voru sýnd­ir á Ing­ólf­s­torgi og á Arn­ar­hóli. Allir leikir HM verða sýndir á Ingólfstorgi en lítil stemning var fyrir upphafsleiknum í dag þegar ljósmyndari mbl.is leit við.

Í byrjun leiks Rússlands og Sádi-Arabíu, sem hófst klukkan 15.00, var fyrst eingöngu hljóð og engin mynd. Eftir nokkrar mínútur kom myndin en í stað einnar stórrar myndar voru margar litlar myndir á skjánum. Eini áhorfandinn á svæðinu gafst fljótlega upp og lét sig hverfa.

Stemningin verður væntanlega meiri á laugardag þegar Ísland mætir Argentínu en leikurinn hefst klukkan 13.00. Auk Ingólfstorgs verða leikir Íslands sýndir í Hljómskálagarðinum, á túni við Vesturbæjarlaug, á matarmarkaðnum Box í Skeifunni, á Garðatúni, Rútstúni, Hjartagarðinum og Thorsplani.

mbl.is