Mexíkó tók heimsmeistarana á beinið

Mexíkó skellti heimsmeisturum Þjóðverja í fyrsta leik liðanna í F-riðli heimsmeistaramótsins í Rússlandi í Moskvu í dag.

Mexíkóar hófu leik með miklum látum, pressuðu heimsmeistarana stíft og uppskáru nokkur ágætis færi á upphafsmínútum leiksins.

Pressan skilaði sér svo að lokum í marki á 35. mínútu þegar Hirving Lozano fékk sendingu inn í vítateig frá Javier Hernandez. Hann dansaði stuttlega með boltann, lék á varnarmann og skaut svo föstu skoti í nærhornið, óverjandi fyrir Manuel Neuer í marki Þjóðverja.

Þjóðverjar voru langt frá sínu besta allan leikinn og gekk þeim afar illa að brjóta á bak aftur spræka Mexíkóa. Toni Kroos átti besta færið undir lok fyrri hálfleiks þegar Guillermo Ochoa rétt varði aukaspyrnu hans í þverslánna.

Titilvörnin fer því ekki vel af stað fyrir Þýskaland en Mexíkó fékk sannkalla draumabyrjun og tekur efsta sætið í D-riðli. Svíþjóð mætir Suður-Kóreu á morgun.

Hirving Lozano fagnar marki sínu í Moskvu.
Hirving Lozano fagnar marki sínu í Moskvu. AFP
Hector Herrera og Timo Werner berjast um boltann á Luzhniki …
Hector Herrera og Timo Werner berjast um boltann á Luzhniki vellinum í dag. AFP
Þýskaland 0:1 Mexíkó opna loka
90. mín. Héctor Herrera (Mexíkó) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert