„Við höfum tapað leikjum áður“

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum ósáttur með 1:0-tapið gegn Mexíkó í fyrsta leik liðanna á HM í Rússlandi í dag.

„Við vorum mjög slakir, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Löw á blaðamannafundi á Luzhniki vellinum eftir leikinn. „Við náðum ekki að spila okkar leik og voru berskjaldaðir í vörninni.“

Hirving Lozano skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu en ríkjandi heimsmeistararnir frá Þýskalandi voru langt frá sínum besta leik og þurfa að bæta sig áður en þeir mæta Svíþjóð á laugardaginn kemur í næsta leik.

„Allir eru gífurlega óánægðir og niðurdregnir eftir þetta en við verðum að gleyma þessu. Okkar lið býr yfir mikilli reynslu, við höfum tapað leikjum áður,“ sagði Löw að endingu.

Joachim Löw.
Joachim Löw. AFP
Þjóðverjarnir voru hnuggnir í leikslok.
Þjóðverjarnir voru hnuggnir í leikslok. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert