Dómgæslan á HM verið brandari

Joel Aguilar frá El Salvador dæmdi leik Svíþjóðar og Suður-Kóreu.
Joel Aguilar frá El Salvador dæmdi leik Svíþjóðar og Suður-Kóreu. AFP

Þó öllu hafi verið tjaldað af bæði FIFA og Alþjóðaknatt­spyrnuráðinu varðandi dómgæslu á heimsmeistaramótinu sem nú fer fram í Rússlandi eru ekki allir á eitt sáttir með frammistöðu þeirra gul- og svartklæddu það sem af er móts.

Einn þeirra er fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Terry Butcher frá Englandi. Butcher, sem fór fyrir enska landsliðinu á þremur heimsmeistaramótum árin 1982-1990, lét óánægju sína í ljós á meðan á leik Englands og Túnis stóð fyrr í kvöld en enskir fjölmiðlar voru ekki sérlega hrifnir af kólumbíska dómaranum Wilmar Roldan. Butcher talaði tæpitungulaust um ekki bara Roldan heldur dómgæsluna almennt á öllu mótinu.

„Dómarinn er brandari og dómgæslan á öllu mótinu hefur verið léleg. Ég er hneykslaður yfir þessum dómurum sem láta blekkja sig af veikburða leikmönnum,“ sagði Butcher á BBC á meðan á leik stóð.

„Ég held að margir af þessum dómurum séu einfaldlega ekki nógu góðir fyrir þetta stig. Við erum að tala um keppni í hæsta mögulega gæðaflokki o g þessir dómara eru einfaldlega ekki eftir því. FIFA segir eitt og gerir svo eitthvað allt annað,“ sagði hann að lokum.

Mikið hefur verið rætt um myndbandsdómgæsluna sem nú er notuð …
Mikið hefur verið rætt um myndbandsdómgæsluna sem nú er notuð í fyrsta sinn á stórmóti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert