Eini spjaldalausi leikurinn

Aron Einar Gunnarsson í baráttu við Lionel Messi.
Aron Einar Gunnarsson í baráttu við Lionel Messi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ellefu leikjum er lokið á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi og hefur ekkert rautt spjald litið dagsins það sem af er keppninnar.

Gulu spjöldin eru orðin 32 talsins sem þýðir að 2,91 gult spjald hefur farið á loft að meðaltali í leikjunum.

Eini spjaldalausi leikurinn til þessa er viðureign Íslendinga og Argentínumanna sem áttust við á Spartak-vellinum í Moskvu á laugardaginn og lauk með 1:1 jafntefli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert