Hitinn gæti strítt Íslendingunum

Emil Hallfreðsson þurrkar af sér svitann á æfingu landsliðsins í …
Emil Hallfreðsson þurrkar af sér svitann á æfingu landsliðsins í Kabardinka. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Næsti leikur Íslendinga á HM í knattspyrnu verður í Volgograd á föstudaginn en þá verða mótherjarnir Nígeríumenn.

Það er hætt við því að hitinn á meðan leik stendur geti haft einhver áhrif á leikmenn íslenska liðsins en leikmenn Nígeríu eru vanir að spila í slíkum hita og hann mun ekkert trufla þá.

Samkvæmt veðurspá á að vera ansi heitt í Volgrad á föstudaginn. Hitinn á að fara mest í 35 gráður þann dag. Yfir daginn á sólin á skína skært en þegar flautað verður til leiks klukkan 18 að staðartíma, 15 að íslenskum tíma, verður orðið skýjað en hitinn samt mikill eða 35 gráður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert