Króatar að senda mann heim?

Þjálfari Króata, Zlatko Dalic, að senda mann heim.
Þjálfari Króata, Zlatko Dalic, að senda mann heim. AFP

Samkvæmt króatíska dagblaðinu 24sata verður framherjinn Nikola Kalinic sendur heim af heimsmeistaramótinu eftir að hann neitaði að koma inn á í 2:0 sigri Króata á Nígeríu. 

Þjálfari Króata, Zlatko Dalic, bað Kalinic um að koma inn á fyrir Mario Mandzukic þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en framherjinn neitaði vegna þess að hann sagðist hafa bakverki. Í hans stað kom Marko Pjaca og hefur dagblaðið heimildir fyrir því að Kalinic verði sendur heim í dag.

Fréttamannafundur hefur verið boðaður í dag þar sem þetta verður líklega staðfest. 

mbl.is