Mesta áhorf á íþróttaviðburð frá upphafi

Emil Hallfreðsson fagnar úrslitunum í leik Íslands og Argentínu.
Emil Hallfreðsson fagnar úrslitunum í leik Íslands og Argentínu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Gallup hefur aldrei fleiri verið meira áhorf á íþróttaviðburð á Íslandi en leikur Íslands og Argentínu á HM í knattspyrnu sem sýndur var í beinni útsendingu á RÚV á laugardaginn.

Meðaláhorf á leikinn var 60% sem er met en eldra metið var 58,8% sem fylgdust með leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitunum á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Sá leikur var í beinni útsendingu á RÚV og Sjónvarpi Símans.

Í frétt á RÚV segir að mest mælda áhorfið hafi verið kl. 14.54, sem var síðasta mínútan í uppbótartíma leiksins. Hlutdeild RÚV á meðan á leik stóð var 99.6% - sem í stuttu máli sýnir að nánast allir sem voru á annað borð með kveikt á sjónvarpi á þessum tíma voru að horfa á leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert