„Salah er ekki í heimsklassa“

Það eru ekki allir sammála um ágæti Mohamed Salah.
Það eru ekki allir sammála um ágæti Mohamed Salah. AFP

Það lítur allt út fyrir að knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah verði orðinn leikfær fyrir leik Egypta og Rússa sem fer fram á morgun. Fyrir Egypta og knattspyrnuunnendur almennt eru þetta góðar fréttir enda er Salah í hópi bestu leikmanna heims. En það eru ekki allir jafn miklir aðdáendur Mohamed Salah.

Faðir rússneska landsliðsmannsins Dmitri Tsjerishev, sem kom af bekknum í upphafsleiknum gegn Sádi-Arabíu á HM í Rússlandi og skoraði tvennu, sagði í viðtali að Mohamed Salah væri ekki í heimsklassa.

„Hann er frábær leikmaður, en hann er ekki heimsklassa fótboltastjarna sem getur keppt um gullskóinn. Núna eru það Ronaldo, Messi, Neymar og kannski Kane. Liverpool kann að nota Salah en hérna, í egypska liðinu, verða hlutirnir öðruvísi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert