Blatter hittir Pútín

Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóðaknatt­spyrnu­sam­bands­ins.
Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóðaknatt­spyrnu­sam­bands­ins. AFP

Fyrrum forseti FIFA, Sepp Blatter, er á leið til Moskvu til þess að hitta Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 

Blatter er í sex ára banni frá öllum FIFA-tengdum viðburðum vegna ýmissa hneykslismála sem komu upp árið 2015. Heimsókn hans til Rússlands gæti verið vandræðaleg fyrir nýjan forseta FIFA, Gianni Infantino, sem hefur lofað að hreinsa til innan stofnunarinnar.

Talsmaður Blatter segir að hann muni hitta Pútín á miðvikudaginn og horfa á Portúgal spila á móti Marokkó á Luzhniki-vellinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert