CSKA er toppklúbbur

Hörður Björgvin Magnússon ræðir við mbl.is fyrir æfinguna í morgun.
Hörður Björgvin Magnússon ræðir við mbl.is fyrir æfinguna í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Líklegt er að landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon yfirgefi enska B-deildarliðið Bristol City í sumar og gangi til liðs við rússneska liðið CSKA Moskva eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Spurður út í þau mál sagði Hörður Björgvin við mbl.is í dag;

„Það eru enn þá viðræður í gangi við CSKA Moskva og það eru meiri líkur á að ég fari til liðsins. Mér líst bara mjög vel á það. Þetta er toppklúbbur sem ég get ekki sagt neitt neikvætt um,“ sagði Hörður Björgvin.

Hörður Björgvin er 25 ára gamall og hefur spilað með Bristol City frá árinu 2016. Hann fór til ítalska stórliðsins Juventus frá Fram árið 2011 en var lánaður til ítölsku liðanna Spezia og Cezena áður en hann samdi við Bristol City. Hörður á að baki 17 leiki með A-landsliðinu og hefur í þeim skoraði 2 mörk.

Hörður Björgvin Magnússon fagnar eftir leikinn við Argetínu.
Hörður Björgvin Magnússon fagnar eftir leikinn við Argetínu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert