Eiga að mætta óttalausir gegn Íslandi

Íslensku landsliðsmennirnir bregða á leik á æfingu í morgun.
Íslensku landsliðsmennirnir bregða á leik á æfingu í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nígeríumenn verða að mætta óttalausir í leikinn gegn Íslendingum segir fyrrverandi landsliðsmaður Nígeríu en þjóðirnar eigast við á HM í knattspyrnu á Volgograd á föstudaginn.

Nígeríumenn verða að vinna leikinn en með tapi er hætt við að þeim takist ekki að komast í 16-liða úrslitin eftir að hafa tapað fyrir Króötum 2:0 í fyrstu umferðinni.

„Leikmenn vita að þeir þurfa leggja allt í sölurnar til að vinna Íslendinga,“ segir Garba Lawal, fyrrverandi landsliðsmaður Nígeríu.

„Það er erfitt að brjóta íslenska liðið á bak aftur því liðið spilar sterkan varnarleik og getur líka spilað góðan sóknarleik. Ísland er ekkert með sérstakan leikmann að það spilar sem góð liðsheild og er agað. Það er ekkert fyrir leikmenn Nígeríu að óttast. Við erum búnir að tapa einum leik og þurfum að vinna næstu tvo,“ segir Lawal.

Nígería hefur þrisvar sinnum komist í 16-liða úrslitin á HM, 1994, 1998 og 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert