„Nítján ára var hann orðinn frábær leikmaður“

John Obi Mikel á æfingu nígeríska landsliðsins í gær.
John Obi Mikel á æfingu nígeríska landsliðsins í gær. AFP

Stefán Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er líklega sá Íslendingur sem þekkir einna best til John Obi Mikel, fyrirliða Nígeríumanna, en þeir léku saman hjá Lyn í norsku úrvalsdeildinni á árunum 2005 og 2006.

„Þetta var sirka eitt og hálft tímabil sem við vorum saman hjá Lyn. Hann var gríðarlega efnilegur leikmaður á þessum tíma og við náðum mjög vel saman á miðsvæðinu. Lyn var mikið í 4-4-2 leikkerfinu á þessum tíma og þá voru færslurnar á milli okkar alltaf mjög eðlilegar og náttúrulegar. Það er að segja, ef hann tók hlaupið þá datt ég tilbaka og svo öfugt. Hann var auðvitað ekki nema 19 ára gamall þegar við vorum þarna en þrátt fyrir það þá var hann orðinn frábær leikmaður á þessum tíma.“

Þegar Mikel var leikmaður Lyn vildu bæði Chelsea og Manchester United fá hann til liðs við sig. Mikel skrifaði undir hjá United en endaði á því að fara til Chelsea og þetta mál hafði áhrif á leikmanninn.

Sjá viðtalið við Stefán í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag en þar er ennfremur fjallað sérstaklega um John Obi Mikel fyrirliða Nígeríumanna.

Stefán Gíslason lék við hlið Mikel á miðjunni hjá Lyn.
Stefán Gíslason lék við hlið Mikel á miðjunni hjá Lyn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert