Staðráðnir í gera þjóðina ánægða

Odion Jude Ighalo, til vinstri, ásamt Elderson Uwa á æfingu …
Odion Jude Ighalo, til vinstri, ásamt Elderson Uwa á æfingu nígeríska landsliðsins í dag. AFP

Odion Ighalo framherji nígeríska landsliðsins segir að leikmenn liðsins muni gera allt sem þeir geta til gera nígerísku þjóðina ánægða þegar þeir mæta Íslendingum á HM í Volgograd á föstudaginn.

Nígeríumenn töpuðu 2:0 fyrir Króötum í fyrstu umferðinni en Íslendingar gerðu eins og flestum er kunnugt 1:1 jafntefli á móti Argentínumönnum.

Þetta er fótbolti. Við gerðum okkar besta en það var ekki nóg. Við lögðum hart að okkur og í fótbolta hvort sem maður vinnur, gerir jafntefli eða tapar þá heldur leikurinn áfram.

Næst er það leikurinn á móti Íslandi og við ætlum að gera allt í þeim til leik til að gera stuðningsmenn okkar ánægða,“ sagði Ighalo, sem lék með enska úrvalsdeildarliðinu Watford frá 2014 til 2007 en leikur nú með liði Changchun Yatai í Kína. Hann hefur spilað 20 leiki með landsliði Nígeríu og hefur í þeim skorað fjögur mörk.

<div></div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert