Tveir Íslendingar á topplista BBC

Hannes Þór Halldórsson var magnaður í leik Íslands og Argentínu.
Hannes Þór Halldórsson var magnaður í leik Íslands og Argentínu. mbl.is/Skapti

Breski ríkismiðillinn BBC heldur vel utan um heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi þessa dagana. Fyrstu umferð riðlakeppninnar lauk í dag með leik Póllands og Senegal þar sem Senegal hafði betur, 2:1.

Eftir hvern einasta leik býðst lesendum BBC að gefa leikmönnum sem spila á HM einkunn en tveir Íslendingar skora hátt hjá lesendum BBC eftir fyrstu umferðina. Hannes Þór Halldórsson er í þriðja sæti yfir bestu leikmenn fyrstu umferðarinnar en hann fær 8,26 í einkunn fyrir frammistöðu sína gegn Argentínu en hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leiknum. 

Alfreð Finnbogason er í fimmta sætinu með 8,02 í einkunn en hann skoraði jöfnunarmark íslenska liðsins eftir að Sergio Agüero hafði komið Argentínu yfir í leiknum. Það er Hirving Lozano, leikmaður Mexíkó, sem er í efsta sætinu með 8,35 en Cristiano Ronaldo, besti knattspyrnumaður heims, er í fjórða sætinu með 8,13. Ronaldo skoraði þrennu gegn Spánverjum í fyrstu umferðinni og tryggði þeim jafntefli með marki úr aukaspyrnu á lokamínútunum. 

Hannes Þór skorar hærra en sjálfur Cristiano Ronaldo sem setti …
Hannes Þór skorar hærra en sjálfur Cristiano Ronaldo sem setti þrennu í fyrsta leik. Ljósmynd/BBC
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert