Vill stoppa harðar tæklingar

Roberto Martinez vill verja leikmenn fyrir hörðum tæklingum.
Roberto Martinez vill verja leikmenn fyrir hörðum tæklingum. AFP

Þrátt fyrir að belgíska landsliðið hafi unnið öruggan 3:0 sigur á Panama í opnunarleik sínum á HM í knattspyrnu var þjálfari liðsins, Roberto Martinez, áhyggjufullur. 

Martinez lýsti yfir áhyggjum af groddaralegum tæklingum leikmanna Panama: „Öll lið geta undirbúið sig hvernig sem þau vilja, en tæklingarnar valda mér áhyggjum. Ég myndi ekki vilja missa Hazard vegna harkalegrar tæklingar í ökklann. Ég segi þetta fyrir hans hönd og allra góðu leikmannanna hér.“ 

Það tók belgíska liðið 47 mínútur að brjóta ísinn gegn Panama. Martinez sagði að liðið hefði sýnt mikinn þroska. „Við misstum aldrei þolinmæðina og ég held að við höfum bætt okkur eftir því sem leið á leikinn. Ég er ánægður með sigurinn og mörkin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert