Meiðsli Jóhanns mikill skellur

Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki Alfreðs gegn Argentínu á laugardaginn. …
Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki Alfreðs gegn Argentínu á laugardaginn. Hann fór meiddur af velli um miðjan seinni hálfleik. mbl.is/Eggert

„Jú, það er mikill skellur þegar við missum fastamann sem verið hefur í liðinu í 5-6 ár,“ sagði framherjinn Alfreð Finnbogason um meiðsli Jóhanns Berg Guðmundssonar sem útlit er fyrir að missi af leik Íslands og Nígeríu á föstudag vegna tognunar í kálfa.

„Jói kemur úr frábæru tímabili í ensku úrvalsdeildinni og skilar mjög óeigingjörnu starfi í landsliðinu, jafnvel frekar sem vængbakvörður en kantmaður. En það fær annar maður tækifæri og þá er bara vonandi að sá leikmaður verði tilbúinn og stígi vel í hans fótspor. Við höfum sýnt síðustu ár að við höfum breikkað hópinn okkar af góðum leikmönnum og ég hef fulla trú á að við getum leyst hann af hólmi,“ sagði Alfreð á blaðamannafundi í dag.

Allir aðrir leikmenn íslenska liðsins eru klárir í slaginn gegn Nígeríu á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert