Vil sjá þvögu og kaos

Kári Árnason.
Kári Árnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kári Árnason var ekki ánægður með það hvernig Ísland spilaði úr sínum hornspyrnum, aukaspyrnum og löngu innköstum gegn Argentínu í fyrsta leik á HM í knattspyrnu. Þessi „föstu leikatriði“, sem svo eru kölluð, virðast talsverður veikleiki hjá næsta andstæðingi Íslands, Nígeríu.

Kári er vanur að gera mikinn usla þegar Aron Einar Gunnarsson grýtir boltanum inn í teig úr innköstum, eða þegar hornspyrnur Gylfa Þórs Sigurðssonar og Jóhanns Bergs Guðmundssonar fara í námunda við höfuð hans. Gera má sér vonir um að þetta beitta sóknarvopn Íslands gagnist vel í Volgograd á föstudag.

„Ég er hins vegar ekki alveg nógu ánægður með föstu leikatriðin gegn Argentínu. Mér finnst eins og við hefðum getað notað þau betur. Við fengum kannski ekki alveg nóg af þeim, en engu að síður hefðum við getað skapað meiri hættu,“ segir Kári þegar ég tek hann tali í sólinni fyrir æfingu í Kabardinka í gær.

„Það er ekkert eitt sérstakt sem vantaði. Ég vil bara sjá alla vega einhverja þvögu og kaos í teig andstæðinganna þegar við fáum hornspyrnur og innköst,“ segir Kári.

Sjá viðtalið við Kára í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert